Hálsbindi, silkiklútar og úr.

Þetta minnir mig á þann glæp sem ég framdi fyrir nokkrum árum suður á Mallorca þegar að ég leyfði syni mínum að kaupa 1 stk teygjubyssu fyrir 0,95 evru merkta Mallorka sem minjagripur. Taska drengsins sem þá var 13 ára var skönnuð í Keflavík og upp komst um glæpinn sem endaði með að faðirinn greiddi u.þ.b kr 5.000 í sáttargjörð vegna ólöglegs vopnaburðar til landsins. Ég var einu sinni ungur og gat búið til mun öflugri teygjubyssur úr handfangi af málningardós og nokkrum teygjum.

Þvílíkur hálfvitaskapur að vera að eltast við svona nokkuð en slíkt virðist vera helsta viðfangsefni tollsins í Keflavík sem og hirða spægipulsubréf samskonar eða eins og þau sem fást í Hagkaup.

Hugsa sér að 5 silkihálsbindi, 21 klútur og Rolex úr (so what) skuli vera málatilbúnaður. Hvar annars staðar í heiminum viðgengst önnur eins vitleysa. Hvað skyldi tollurinn hafa oft litið á hendur útrásarvíkinga til að athuga gæði úranna og hafa í framhaldi uppi spurningar um hvar þau voru keypt og hvað þau kostuðu ?

Væri ekki nær að einbeita sér að fíkniefnum og öðrum alvöru glæpum?


mbl.is Sektaður vegna Rolexúrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lauslega reiknað sýnist mér þessi maður hafa átt að borga rúmlega 300 þús í gjöld í ríkisssjóð af þessum varning.

Eru það ekki rúm mánaðarlaun leikskólakennara? Ég segi nú bara: vel gert!!

Skiptir kannski máli hver brýtur af sér? Erum við ekki öll jöfn fyrir lögunum?? Ég hefði haldið að smygl væri alvöru

glæpur, alveg sama hver brýtur af sér. En þú vilt kannski að tollurinn einbeiti sér að ríka fólkinu, aðrir mega smygla eins og þeim sýnist.

Jónas Þór (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:43

2 Smámynd: Bjarni Óskar Halldórsson

Bíddu við. Eru íslenskir úrsalar ekki að monta sig af því að hingað komi múgur og margmenni frá útlöndum og versli ódýra merkjavöru þ.m.t Rolex, Omega, TMG og hvað þetta heitir allt af því að þetta sé svo ódýr varningur hér á landi. Er ekki tvöfeldni í þeim skilaboðum til erlendra að versla hér á landi ef síðan eru stundaðar Gestapó aðferðir (líkamsskoðun)  gagnvart innlendum aðilum sem hingað koma. Það virðist vera orðin fremur regla en undantekning að íslendingar séu mehöndlaðir sem glæpamenn við komuna til landsins - slíkt er stofnanaglottið á þeim tollvörðum sem finna í fórum hagsýnna húsmæðra 1 stk spægipulsubréf. Velkomin heim.

Bjarni Óskar Halldórsson, 11.2.2010 kl. 21:58

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað ætli innheimta tolla, eftirlit með tollalögum, viðhald og smíði tollaflokka, kærur vegna tollalaga, og yfirstjórn tollamála á Íslandi í heild kosti?

Og hvað innheimtist mikið með tollum?

Það gæti verið gaman að bera þessar tölur saman og spurja sig svo eftirfarandi spurningar: Af hverju ekki að afnema alla tolla á öllu, einhliða og nú þegar?

Geir Ágústsson, 12.2.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Bjarni Óskar Halldórsson

Já Geir, Það væri mjög fróðlegt að sjá þær tölur.

Bjarni Óskar Halldórsson, 16.2.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband