Stórasta land í heimi

Þetta eru skemmtilegar og bara nokkuð góðar fréttir í þeirri ótíð sem almenningur býr við en afskaplega erum við samt barnaleg í einfeldni okkar. Þjóðarstolt er af hinu góða og ég á líka smá skammt af þjóðarstolti, en að farsímakaup mín og annarra samlanda skuli m.a liggja til grundvallar því að Ísland er fremst meðal þjóða á einhverju sviði finnst mér hjákátlegt. INSEAD er virtur og sennilega sæmilegur skóli sem hefur m.a. útskrifað nokkra á meðal helstu fjármálasnillinga Íslendinga á síðari tímum. En ætli grundvöllur mats INSEAD  og SI þeirra á Indlandi sé óbrigðult hvað sætaskipan þjóða varðar um nýsköpun. Mér er það því miður til efs þrátt fyrir þörf á hégómagrind á erfiðum tímum.

Ég minnist þess að ekki eru mörg ár síðan þ.e. ca 2006 - 2007 að við Íslendingar töldumst vera hamingjusamasta þjóð í heimi, ríkasta þjóð í heimi, ein heilbrigðasta þjóð í heimi, eiga mestu fjármálasnillinga í heimi,  o.fl. Nú getum við sennilega líka stært okkur af því að vera skuldugasta þjóð í heimi, ein siðspilltasta þjóð í heimi, ofl.

Engu að síður gaman að vera heimsmetshafi. Vona að þessi titill gefi fyrirheit um aukna vinnu og velferð almenningi á Íslandi til heilla.


mbl.is Ísland fremst í nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband