Þetta eru skemmtilegar og bara nokkuð góðar fréttir í þeirri ótíð sem almenningur býr við en afskaplega erum við samt barnaleg í einfeldni okkar. Þjóðarstolt er af hinu góða og ég á líka smá skammt af þjóðarstolti, en að farsímakaup mín og annarra samlanda skuli m.a liggja til grundvallar því að Ísland er fremst meðal þjóða á einhverju sviði finnst mér hjákátlegt. INSEAD er virtur og sennilega sæmilegur skóli sem hefur m.a. útskrifað nokkra á meðal helstu fjármálasnillinga Íslendinga á síðari tímum. En ætli grundvöllur mats INSEAD og SI þeirra á Indlandi sé óbrigðult hvað sætaskipan þjóða varðar um nýsköpun. Mér er það því miður til efs þrátt fyrir þörf á hégómagrind á erfiðum tímum.
Ég minnist þess að ekki eru mörg ár síðan þ.e. ca 2006 - 2007 að við Íslendingar töldumst vera hamingjusamasta þjóð í heimi, ríkasta þjóð í heimi, ein heilbrigðasta þjóð í heimi, eiga mestu fjármálasnillinga í heimi, o.fl. Nú getum við sennilega líka stært okkur af því að vera skuldugasta þjóð í heimi, ein siðspilltasta þjóð í heimi, ofl.
Engu að síður gaman að vera heimsmetshafi. Vona að þessi titill gefi fyrirheit um aukna vinnu og velferð almenningi á Íslandi til heilla.
![]() |
Ísland fremst í nýsköpun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.