Færsluflokkur: Bloggar

Framsókn að beita sér fyrir nýrri áburðarverksmiðju

Ég var byrjaður að fá trú á flokkinn og forystu hans en nú kemur opinberunin. Flokkurinn ætlar að beita sér fyrir stofnun áburðarverksmiðju. Ég tel það ekki boða gott að flokkar eigi að vera með slíka forræðishyggju þ.e. hvort hér eigi að vera áburðarverksmiðja, sementsverksmiðja eða eitthvað annað. Hefur þessi flokkur í alvöru gengið í gegnum nýja lífdaga - er sllt rykið enn til staðar.


mbl.is Vilja íslenska áburðarverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært - hver eða hverjir eru kaupendurnir að 7%

Það er að sjálfsögðu mjög góðar fréttir ef að Framtakssjóður Íslands er að gera það svona gott. En að gefnu tilefni er ekki óeðlilegt að spurt sé hverjir eru kaupendur - er það nokkuð lífeyrissjóðirnir sem standa að Framtakssjóðnum ? Vona ekki.
mbl.is Framtakssjóður hagnaðist um 200%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar lítið að láta sig dreyma.

Sennilega keyrði þá fyrst um þverbak ef að fleiri en þeir sem hafa meðal tekjur eiga að fara að borga skatta. Eru menn að átta sig á því að vasarnir hjá meðal-Jóni er farnir að tæmast líka. Venjulegir afar og ömmur þessa lands hafa upp á fátt meira að bjóða.
mbl.is Einfaldara skattkerfi kannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskrifa bara

Svona nú hvaða tregða er þetta. Miklu heppilegra að gefa eftir nokkra milljarða til þeirra sem hafa sýnt fram á að þeir geti vel rekið þetta fremur en að standa í sölugjöf til annarra með tilheyrandi bulli og þvættingi.
mbl.is B&L og Ingvar Helgason ekki verið seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir - rentur og tilhlökkun

Já það verður nú flott þegar að lífeyrissjóðirnir sem settu fé í Icelandair þ.m.t minn sjóður  fara að fá alvöru rentur af því fé sem þeir lögðu í félagið. Sé sjálfan mig og mína frú fyrir í góðum málum í framtíðinni í suðrænni sól í faðmi ellinnar. Áhyggjulaust ævikvöld bíður okkar vinnandi fólks. Best að setja enn meira fé í félagið. Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá.Cool
mbl.is 5,4 milljarða hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir hestar eru einstakir

Leitt með manninn og ég vona að hann nái sér. En hestur sem getur SLEGIÐ mann í höfðið er örugglega mjög fágætur gripur. Hef heyrt um að þeir geti sparkað en aldrei um að þeir geti líka slegið.
mbl.is Hestur sló mann í höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilegt að þeir vissu bara ekkert um hvaða gengi á stofnbréfum yrði stuðst við

Greinilegt á vitnisburði að örvænting réði hvað kjör voru á stofnfjárbréfum þeirra félaga. Engin örvænting virðist hafa ráðið ríkjum gagnvart öðrum stofnfjáreigendum enda lokað fyrir verslun með bréf annarra en þeirra eigin.
mbl.is Enginn hugsaði um hagsmuni Byrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega skynsamleg ákvörðun hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins

Tek ofan fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að taka þessa afstöðu sem sennilega er skynsamleg.
mbl.is SUS gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta kjaftæðið þetta

Forsvarsmenn hafa gefið ágætis skýringu á hvers vegna eldra fólk og mæður gengu fyrir. Því á að sleppa öllu æsifréttakjaftæði hér um og leiðrétta þessa endemis vitleysu sem verið er að bera á borð fyrir lesendur. Geri ég ráð fyrir að af nægu er úr að moða ef ætlun blaðamanna er að gera mismunun í þjóðfélaginu einhver skil svo ekki sé ráðist á það örfáa þar sem unnið er af miklum heilindum.


mbl.is Mismunun litin alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagurinn langi - er það ekki dagurinn til birtingar.

Þessi blessaða skýrsla þó óbirt sé er orðin að meiri ráðgátu en hrunið sjálft.
mbl.is Skýrslan tefst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband