Foreldrar geta ekki liðið svona vinnubrgð lögreglu

Það er á engan hátt hægt að líða þau vinnubrögð fullorðins manns í hlutverki lögreglu að taka hálstak á unglingspilti eins og sjá má á þessu myndskeiði. Þrátt fyrir að drengurinn sé kannski ekki ýkja samvinnuþýður í fyrstu þá geta foreldrar þessa lands ekki liðið svona framkomu frá hendi lögreglunnar. Það hlýtur að vera krafa allra foreldra að lögreglan losi sig við þá einstaklinga sem kunna það helst til verka að beita afli að óþörfu og þannig stuðla að enn meira virðingarleysi fyrir lögum og reglu. Þessi vinnubrögð eru gjörsamlega óásættanleg.
mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held nú frekar að foreldrar ættu að kenna börnum sínum að fara eftir því sem lögreglan segir áður en það fer að rífast yfir einhverju öðru,  sérstaklega yfir þessu atviki.  Ef eitthvað þá sýnir þetta lélegt uppeldi ungmennisins frekar en lélegan lögreglumann.

Ef strákurinn hefði tæmt vasana á borðið einsog hann var beðinn um 3x í þessu videoi( og það bara eftir að það var byrjað að taka upp)  þá hefði þetta ekki escalateast svona upp, við vitum ekkert hvað gerðist áður en það var byrjað að taka upp og hvort hann hafi verið lengi með einhverja stæla,

Það er vinsælt að kenna lögreglunni einhliða um í svona máli,  en þetta var jafn mikið stráknum að kenna og löggunni.

Af hverju ætli hann hafi ekki viljað tæma vasana?,  var hann með hníf?, stolna vöru?, dóp? í vasanum?   Ef hann var ekki með neitt ólöglegt í vösunum hvað er þá til fyrirstöðu annað en að reyna að vera með derring, að tæma vasana.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:04

2 identicon

Samkvæmt Barnaverndarsáttmála Sameinuðuþjóðanna ber lögreglu að hafa tafarlaust samband við lögráðamann (forráðamann) og barnaverndarnefnd.

Þetta á að gera tafarlaust þegar barn er svipt ferðafrelsi eða handtekið. Barnið á rétt á forráðamanni sínum eða aðila frá Barnavernd til að leiðbeina sér um réttindi sín við handtöku og yfirheyrslu.

BB (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:07

3 identicon

Vildi líka bæta við að ef þetta hefði verið krakkinn minn og ég hefði séð þetta video áður en ég næði í hann niður á stöð þá myndi ég biðja lögguna að halda honum frammá morgun.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Jóhannes H -> Ég spyr hvað gerði krakkinn til að verðskulda þetta? Þú segir : "ef þetta hefði verið krakkinn minn og ég hefði séð þetta video áður en ég næði í hann niður á stöð þá myndi ég biðja lögguna að halda honum frammá morgun."  Ertu til í að útskýra nánar, þetta er heimildarlaust piss í loftið er það ekki?

Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Bjarni Óskar Halldórsson

Kæri Jóhannes H. Það er kannski rétt hjá þér að þetta sé u.þ.b. jafnmikið um að kenna lögreglumanninum og barninu sem þarna á i hlut ? Sennilega er liðin sú tíð að það sé hægt að ætlast til þess að lögreglumenn beiti rökum og ákveðinni þolinmæði gagnvart ungviði þessa lands. Efast ekki um að myndskeiðið er lengra þar sem það tekur upp 24 klst á sólarhring.

Bjarni Óskar Halldórsson, 27.5.2008 kl. 15:24

6 identicon

kannski er næturlöng vera í geymslu lögreglunnar full hart, en ég hefði allavegatekið rafmagnssnúruna úr xboxinu hans og engan vasapening í viku fyrir að vera með svona stæla.

og þetta er ekki myndskeið úr öryggismyndavél 10-11, heldur úr gemsa einhvers í versluninni.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:33

7 identicon

Kannski er Jóhannes H að sýna að hann sé dæmi um óábyrgan foreldra sem trúir lögreglu og öðrum framyfir sitt eigið barn, foreldra sem kann ekkert annað en að kenna barninu sínu að gjöra svo vel og hlýða og beitir ýmsum ráðum til þess? Kannski ekki. Hver veit.

Karlinn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband